Rennur í Miklavatn og er fremur vatnslítil. Áin er tveggja stanga og var ræktuð upp með góðum árangri fyrir um tveimur áratugum. Skefjalaus netaveiði í Miklavatni spillti þó veiði og hún hrundi á fáum árum niður í nánast ekki neitt, en hefur verið að koma aftur upp síðustu ár með auknum seiðasleppingum og uppkaupum á netum í vatninu. Auk þess er mikil sjóbleikja í ánni, en að vísu fremur smá. Gott veiðihús fylgir ánni.