Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sæbólskirkja

saebolskirkja

Sæbólskirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi.

Sæból er bær og kirkjustaður yzt við vestanverðan Önundarfjörð. Þar var kirkja helguð Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, Magnúsi Eyjajarli, Þorláki helga og Katrínu mey. Núpsstaður í Dýrafirði þjónaði Sæbólskirkju lengi þar til Þingeyri tók við.

Í aftakaveðri 28. janúar 1924 fauk timburkirkja sem reist hafði verið á Sæbóli Ingjaldssandi árið 1858. Þá efndi 70 manna söfnuður kirkjunnar til fjársöfnunar um Dýrafjörð, Önundarfjörð og meðal brottfluttra í Reykjavík, svo unnt yrði að byggja nýja kirkju.

Núverandi steinkirkja var vígð 29. september 1929. Gamla kirkjan stóð vestar, eða í túninu við Sæból I. Guðjón Samúelsson teiknaði núverandi kirkju og er hún ein af hans fyrstu kirkjuteikningum.

Jón Sveinn Jónsson, bóndi á Sæbóli, skar út altarisgráður og bekki. Jón var bróðir Guðmundar Jónssonar útskurðarmeistara á Ísafirði. Guðmundur Einarsson frá Miðdal gerði skírnarsáinn. Ljósahjálmur úr kopar frá 1649 er elzti gripur kirkjunnar. Mörg nöfn erlendra karlmanna eru greipt í hann, enda talið að hann sé gjöf frá erlendri skipshöfn, sem bjargaðist í land úr sjávarháska á Ingjaldssandi. Einnig er að finna fornan kaleik og patínu frá árunum 1733 og 1776. Ljóskrossinn er gjöf til minningar um séra Sigtrygg Guðlaugsson (1862-1959) á Núpi. Hann þjónaði Sæbólskirkju a.m.k. í 33 ár og talið er, að hann hafi farið 900 sinnum yfir Sandsheiði í embættiserindum. Legstaður hans er í Sæbólskirkjugarði.

Myndasafn

Í grennd

Dýrafjörður
Dýrafjörður er stærstur fjarða í V-Ísafjarðarsýslu, um 37 km langur og 7 km breiður í miðju og 9 km yzt á   milli Hafnarness að Fjallaskaga. Hann sker…
Ingjaldssandur
Ingjaldssandur er stór dalur á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Áður átti margt fólk heima á Ingjaldssandi en núna eru íbúarnir eingöngu tveir. Ve…
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…
Önundarfjörður
Önundarfjörður liggur milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar. Hann er um 20 km langur og 6 km breiður í  mynni en mjókkar mjög, er innar dregur. Há fjöll…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )