Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjarfjörður Nyrðri

Reykjafjörður

Reykjarfjörður á milli Geirólfsgnúps og Þaralátursness er breiður og stuttur. Hann fór endanlega í eyði 1959 en húsunum, sem standa í tveimur þyrpingum við fjörðinn norðvestanverðan, hefur verið haldið við. Bæjarhúsin eru á hæð við sjóinn og sumarbústaðir nokkru innar. Eyðibýlið Sæból er við sunnanverðan fjörðinn við rætur Sigluvíkurgnúps. Kirkjuból stóð hjá heitri laug undir Miðmundahorni. Jarðhiti er talsverður í Reykjarfirði og á hverasvæðinu hefur mælzt allt að 64°C hiti. Neðsta laugin er nýtt fyrir Hestavallalaug, sem var byggð 1938. Rekaviður taldist til mikilla hlunninda. Klettaborgirnar á gróðursælu sléttlendinu eru góður útsýnisstaður og eru gott sýnishorn af jökulnúnu landslagi.

Landnáma getur þess, að Geirólfur landnámsmaður hafi brotið skip sitt undir Geirólfsgnúpi austan Reykjarfjarðar og setzt þar að. Drangurinn Biskup er yzt á nesoddanum og neðan hans sker, sem er líkt atgeir í laginu og kallast Geirhólmi.

Sigluvík er milli núpsins og Sigluvíkurnúps. Þar inn af tekur við gróið láglendi, sem var var fyrrum hluti af Reykjafjarðarsandi. Þar er keðjufesting í klöpp, sem var fyrrum notuð fyrir báta. Lengsti skriðjökull norðanverðs Drangajökuls gengur niður í Reykjarfjarðardalinn og undan honum fellur Reykjarfjarðarós. Þarna eru þrjár áberandi jökulöldur, hin yngsta frá 1914-20. Reykfirðingar eiga sögunarhús fyrir rekaviðinn við klett út frá láglendinu. Þaðan er stutt í Skipakletta, gamla lendingu. Á skerjunum fyrir utan er oftast mikið um sel. Á sumrin er rekin ferðaþjónusta í Reykjarfirði og þar býðst göngufólki að halla sér í svefnpokunum sínum í sumarhúsum. Þar er líka hægt að tjalda og njóta Hestavallalaugarinnar. Flugvöllur er í Reykjarfirði.

Gönguleiðir eru m.a. á Geirólfsgnúp, þar sem útsýni er vítt. Leiðin þangað upp liggur um vað á Reykjarfjarðarósi og fjárgötur í Sigluvík. Þaðan liggur leiðin í átt að Skjaldarbjarnarvík og farið út af henni þar sem vænlegast er að halda á brattann. Margir göngumenn leggja leið sína frá Reykjarfirði suður í Ófeigsfjörð á Ströndum. Þá er líka vinsælt að ganga um Reykjarfjarðarháls í Þaralátursfjörð og áfram í Furufjörð, sem er hliðið að hinum eiginlegum Hornströndum.

 

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )