Rekavatn er í Skagahreppi í A-Húnavatnssýslu. Það er 0,8 km², dýpst 3 m og 1-2 m hæð yfir sjó. Hafnaá rennur til þess auk Stóralækjar úr Torfdalsvatni. malarkambur, sem sjór gengur yfir í hafróti, er milli vatnsins og sjávar. Þjóðvegurinn liggur í 600-700 m fjarlægð frá vatninu. Í vatninu eru sjóbleikja og vatnaurriði, sem hafa svo mikið æti úr sjónum, að stangaveiði er erfið.
Vegalengdin frá Reykjavík er 295 km og 30 frá Skagaströnd.