Ráðherrabústaðurinn, Tjarnargötu 32, upphaflega í landi Melkots, stóð fyrst að Sólbakka við Önundarfjörð.
Hans Ellefsen, sem stundaði hvalveiðar við Vestfirði lét reisa það fyrir sig þar. Sagt er, að hann hafi annaðhvort gefið Hannesi Hafstein, ráðherra, húsið, eða selt honum það fyrir eina eða fimm krónur. Húsið var flutt til Reykjavíkur og þar bjó Hannes þar til hann lét af ráðherradómi. Landssjóður Íslands keypti húsið og það var notað sem bústaður ráðherra Íslands og forsætisráðherra landsins til 1942. Það hefur verið notað sem móttökustaður ríkirsstjórnarinnar og til fundarhalda síðan. Flestir þjóðhöfðingjar annarra Norðurlanda og fleiri tignargestir hafa gist þar. Húsið var stækkað lítils háttar fyrir Alþingishátíðina 1930.