Öskjuvatn er dýpsta vatni landsins 220 m, Öskjuvatni, og Víti, þar sem margir baða sig gjarnan í brennisteinsmenguðu vatninu. Öskjuvatn myndaðist í gosinu 1875. Það er óhætt að fullyrða, að Askja hefur sérkennileg og ógleymanleg áhrif á flesta, sem koma þangað. Frá Drekaskála liggja jeppaslóðar vestur um Gæsavatnaleið, norður um Dyngjufjalladal að Mývatni eða niður í Bárðardal, norður með austanverðu Skjálfandafljóti að Gæsavötnum, suður að Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga, yfir brú í Krepputungu alla leið að Sigurðarskála í Kverkfjöllum (norður á þjóðveg #1 í Möðrudal; austur að Jökulsá á Brú) og austur að Herðubreiðarlindum og upp á þjóðveg á Mývatnsöræfum. Á sumrin eru daglegar ferðir frá Mývatni í Öskju.