Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsfjarðarvatn

olafsfjardarvatn

Ólafsfjarðarvatn er 2,25 km² og mest 10 m djúpt. Allgóð silungsveiði er í því. Þar er helst sjóbleikja og      staðbundinn urriði. Dorgveiði er þar frá febrúar unz ísa leysir. þar fara gjarnan fram dorgveiðimót, enda eru Ólafsfirðingar mjög ötulir dorgveiðimenn.

Í mestu stórstraumsflóðum streymir sjór inn í vatnið, þannig að það er salt við botninn. Þar veiðast fiskar, sem ella lifa í sjó, s.s. marhnútur, koli, þorskur, ufsi og jafnvel síld. Frí stangveiði er í Ólafsfjarðarvatni í boði bæjarfélagsins.

Vegalengdin frá Reykjavík er 410 km um Hvalfjarðargöng og 60 km frá Akureyri.

 

Myndasafn

Í grennd

Ólafsfjarðará
Ólafsfjarðará skiptist í fimm tveggja stanga svæði. Mest er um sjóbleikju en einnig slangur af staðbundnum urriða. Veiðitímabilið í ánni er frá 15. jú…
Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )