Ólafsfjarðará skiptist í fimm tveggja stanga svæði. Mest er um sjóbleikju en einnig slangur af staðbundnum urriða. Veiðitímabilið í ánni er frá 15. júlí til 30. september.
Ólafsfjarðarvatn sem er 2,25 km² og mest 10 m djúpt. Allgóð silungsveiði er í vatninu en þar er frí stangveiði fyrir alla í boði bæjarfélagsins.
Vegalengdin frá Reykjavík er 410 km og 62 km frá Akureyri.