Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsdalur í Dalasýslu

Ólafsdalur í Dalasýslu er u.þ.b. 5 km langur suður úr innanverðum Gilsfirði. Þar er samnefndur bær, þar  sem Torfi Bjarnason (1838-1915) stofnaði fyrsta búnaðarskóla landsins af eigin rammleik. Þessi skóli starfaði á árunum 1880-1907, þegar hið opinbera tók við búnaðarfræðslunni.

Torfi var mesti landbúnaðarfrömuður sins tíma og lagði mikið til betri vinnubragða og tækniframfara. Hann smíðaði og flutti til landsins skozka ljái, sem voru kenndir við hann og nefndir Torfaljáir. Hann rak tóvinnslu og mikið var smíðað af jarðvinnsluverkfærum í Ólafsdal. Torfa og Guðlaugu Zakaríasdóttur, konu hans, var reistur minnisvarði í Ólafsdal árið 1955. (eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara)
Nú er bærinn í eyði en er(Var) skólasel Menntaskólans við Sund í Reykjavík.

Ólafsdalsá rennur í sunnanverðan Gilsfjörð.og er fremur stutt og vatnslítil með upptökin í hálendinu.

 

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Ólafsdalsá
Ólafsdalsá er í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu og er fremur stutt og vatnslítil með upptökin í hálendinu. Að   norðan kemur til hennar Hvarfdalsá, en að …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )