Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsdalsá

Veiði bleikja

Ólafsdalsá er í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu og er fremur stutt og vatnslítil með upptökin í hálendinu. Að   norðan kemur til hennar Hvarfdalsá, en að sunnan Lambadalsá, komin úr 500 metra hæð úr Lambadalsvatni, Ólafsdalsá (Ólafsdalur) rennur í sunnanverðan Gilsfjörð. Umhverfið er mjög breytilegt frá malareyrum í gróið land.

Hvolsfjall, 600 m hátt, gnæfir yfir botni dalsins þar sem landslagið er stórbrotið. Þjóðvegur liggur yfir neðanverða ána en ganga þarf að flestum veiðistöðum, sem eru margir og dreifðir. Í Ólafsdalsá er sjógengin bleikja ekki mjög stór en því betri á bragðið.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 195 km og u.þ.b. 45 km frá Búðardal

 

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Ólafsdalur í Dalasýslu
Ólafsdalur í Dalasýslu er u.þ.b. 5 km langur suður úr innanverðum Gilsfirði. Þar er samnefndur bær, þar  sem Torfi Bjarnason (1838-1915) stofnaði fyrs…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )