Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Oddstaðavötn

Oddstaðavötn eru: Suðurvatn, Skerjalón og Vellankötluvatn. Veiðisvæðin eru tvö: a) Suðurvatn (0,7      km²; 0,7-2 m djúpt; 3 m.y.s.) og b) Skerjalón (0,5 km²), Örfaravatn, Langatjörn og Vellankötluvatn. Á báðum svæðum eru leyfðar 10 stengur á dag og þar veiðist vatna- og sjóbleikja. Veiðivonin er misjöfn.

Veður og hæfni veiðimanna hefur mikið að segja og dagamunur er á veiðinni. Stærri fiskurinn bítur verr en hinn smærri og veiðivonin er meiri á svæði b) en a). Á b-svæði er meiri sjóbleikja en meiri vatnableikja í Suðurvatni. Þyngd sjóbleikju 1-4 pund og vatnableikjan af svipaðri stærð.

Vegalengdin frá Reykjavík er 600 km og 24 km frá Kópaskeri.

 

Myndasafn

Í grennd

Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Raufarhöfn
Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu og hefur verið löggiltur verzlunarstaður frá 1836. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífs…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )