Oddastaðavatn er í Kolbeinsstaða- og Eyjahreppi í Hnappadal. Það er vogskorið og nokkurn veginn í laginu. Stærð þess er 2,52 km². Það er mest 18 m djúpt og er í 57 m hæð yfir sjó.
Í það rennur Hraunholtsá úr Hlíðarvatni og úr því Haffjarðará, kunn og falleg laxá. Tveir hólmar, aðskildir af mjóu sundi, prýða Oddstaðavatn. Mest er af bleikju í vatninu, þokkaleg stærð, og urriði er þar líka til og getur orðið stærri en bleikjan. Veitt er í net í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 125 km og 50 km frá Borgarnesi.