Nesstofusafn á Seltjarnarnesi við Neströð er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands en rekið sem sjálfstæð stofnun. Það er sérsafn á sviði heilbrigðismála og hefur það hlutverk, að varðveita og miðla sögu lækninga á Íslandi. Danski arkitektinn Jacob Fortling teiknaði húsið sem læknisbústað og apótek. Húsið var gert upp á árunum 1978-86 undir umsjá Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.
Safnið dregur nafn sitt af Nesstofu, sem er meðal elztu steinhúsa landsins, byggt á árunum 1761-63 fyrir fyrsta landlækninn, Bjarna Pálsson. Húsið var gert upp í tveimur veigamiklum áföngum og leitazt var við að færa það til upprunalegs horfs.
Að lokinni fullnaðarviðgerð Nesstofu er gert ráð fyrir því, að hún verði að öllu leyti búin sem líkast því, sem hún var á dögum Bjarna Pálssonar, bæði húsgögnum og öðru innanstokks. Nýtt safnahús verður reist norðan við Nesstofu og þar verður aðalsýningarsal safnsins komið fyrir.
Nýja safnhúsið verður á mörkum byggðar á Seltjarnarnesi og væntanlegs útivistarsvæðis vestast á nesinu. Því er gert ráð fyrir fjölbreyttri notkun þess en venja er um safnhús. Skólafólk, sem koma til að kynna sér lífríki svæðisins, fær aðstöðu til að vinna úr uppskeru sinni í kennslustofu safnsins.
Þetta svæði er vinsælt til útivistar. Þarna eru skokkarar og göngufólk á ferðinni árið um kring, golfvöllurinn er skammt frá og fuglalífið á sér líka aðdáendur. Á sumrin er fólk á seglbrettum úti fyrir ströndinni og á veturna kemur skautafólk á Bakkatjörn og skíðafólk á gönguskíðum sínum.
Kaffistofan í húsinu ætti að koma sér vel fyrir þetta útivistarfólk og þá, sem vilja taka lífinu með ró og horfa á aðra puða úti. Útsýni yfir útivistarsvæðið og Faxaflóann verður með ágætum þaðan.
Ætlunin er að nota hluta sýningarsvæðis safnsins til að fjalla um jarðafræði, fuglalíf, gróðurfar, fjörulíf, fornleifar og sögu svæðisins. Þar verður líka hægt að halda fundi og minni ráðstefnur.
Ekkert hefur gert varðandi sýningarsvæðis safnsins enn sem komið er frá 2023 !!!