Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nautavatn – Breiðavatn

Arnarvatn Stóra

Lítið rennur til þeirra ofanjarðar, en Breiðavatnskvísl rennur frá þeim í gegnum nokkra vatnspolla og til Kjarrár. Drjúg gönguleið er til vatnanna, en í þeim er bæði urriði og bleikja, allgóður fiskur. Þar er sæmilegur skáli gangnamanna. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 190 km.
Þessi vötn eru á Tvídægru í Þverárhlíðarhreppi í Mýrarsýslu. Flest er líkt með þeim. Nautavatn (Vatnavatn) er 0,8 km² og í 463 m hæð yfir sjó. Breiðavatn er 1,4 km² og í 419 m hæð. Bæði eru þau grunn, 1-2 m.

Myndasafn

Í grennd

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötnin sögð óteljandi líkt og hólarnir í Vatnsdal og e…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Þverá – Kjarrá
Þetta er sama vatnsfallið, en skiptir um nafn á miðri leið. Efst heitir áin Kjarrá og hún kemur saman úr   smáám á Tvídægru. Hún safnar í sig vatni og…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )