Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Munkaþverárkirkja

Munkaþverárkirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Munkaþverá er bær og   kirkjustaður í Eyjafirði. Timburkirkjan þar var byggð 1844 af Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni. Hún er með sönglofti og tekur 160 manns í sæti. Í tilefni aldarafmælis hennar málaði Haukur Stefánsson, málari, hana að innan og skreytti prédikunarstólinn.

Árið 1308 drukknaði kona að nafni Sólveig í Hörgá og var jörðuð á Munkaþverá. Bægisárprestur kvað hana eiga legstað á Bægisá og kærði þetta athæfi. Kæran olli mikilli rekistefnu milli Þóris Haraldssonar, ábóta, og Lárentíusar Kálfssonar, þá umboðsmanns Hólabiskups, svo að til líkamlegra átaka kom á milli þeirra í Munkaþverárkirkju. Lárentíus og menn hans voru dregnir út úr kirkjunni og kirkjugarðinum án þess að til stórmeiðsla kæmi. Sólveig fékk að liggja kyrr á Munkaþverá.

Kirkjan og klaustrið brunnu árið 1429 með miklum verðmætum. Tveir prestar brunnu inni og einn munkur brenndist svo mikið, að hann varð aldrei samur aftur.

Sturlungareitur er í kirkjugarðinum. Þar er talið, að Sighvatur Sturluson, synir hans, sem féllu í bardaganum á Örlygsstöðum, og Þorgils skarði hvíli.

Grýta er bær í Öngulstaðahreppi rétt norðan Munkaþverár. Ýmsar sagnir herma, að Jón biskup Arason að Hólum hafi fæðzt þar, en margir hafa efast um sannleiksgildi þeirra. Sagt er, að hann hafi kveðið eftir farandi vísu:

Ýtar buðu Grund við Grýtu
Gnúpufell og Möðruvelli
ábótinn vill ekki láta
Aðalból, nema fylgi Hólar.

Minningarlundur um Jón Arason, síðasta katólska biskup landsins á miðöldum, er í Grýtulandi.

 

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )