Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Múli

Múli er fornt höfuðból, löngum prestssetur og kirkjustaður í Aðaldal. Eldra nafn bæjarins er Fellsmúli. Prestar sóttust eftir þessu tekjuháa og þægilega brauði. Heimajörðin var góð, margar kirkjujarðir, hjáleigur og ítök fylgdu.

Um aldamótin 1100 var þar Oddi Helgason (Stjörnu-Oddi), líklega einn mesti stjörnufræðingur þess  Steinninn_1tíma í heiminum. Hann uppgötvaði margt um gang himintuglanna og skráði athuganir sínar. Hann hafði samt lítil sem engin áhrif á þróun þessarar fræðigreinar vegna þess hve fjarri hann bjó frá öðrum stjörnufræðingum og rannsóknir hans urðu ekki kunnar fyrr en mörgum öldum síðar.

Jón Jónsson (1855-1912), alþingismaður í mörg ár, bjó í Múla. Sonur hans, Árni (1891-1947), var líka   þingmaður og faðir Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Jón Múli var kunnur fyrir rödd sína í útvarpinu um áratuga skeið, tónlist, lagasmíði o.fl. Jónas var þingmaður og í flestu eins listfengur og Jón. Jón lézt í apríl 2002. Jónas lést 5.4. 1998.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )