Þessi vötn eru í Skagahreppi í A-Húnavatnssýslu. Múlavatn er 0,25 km² og Geitakarlsvatn aðeins stærra. rennur til sjávar frá Múlavatni og tveimur km austar Geitakarlsá frá Geitakarlsvatni. Þjóðvegurinn liggur yfir frárennsli beggja vatna skammt frá þeim. Bleikja og urriði eru í vötnunum, lík í báðum, en veiði er lítil í Múlavatni. Ekki er veitt í net í þessum vötnum, þótt það væri til bóta.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 300 km og 35 km frá Skagaströnd.