Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Múlaá

Veiði á Íslandi

Múlaá er í Geiradalshreppi, A.-Barðastrandasýsu. Hún er lítið fallvatn með efstu upptök í um 500 m. hæð. Koma þaðan tvær ár, sem heita Múlarangalaá og Garpadalsrangalaá. Falla þær niður í Garpsdalinn og koma saman í botni hans, en þar verður til Múlaá, sem rennur fljótlega gegnum Garpdalavatn, og þaðan í norðanverðan Gilsfjörð.

Umhverfi er gróið land og fagurt. Neðanlega liggur þjóðvegur yfir ána skammt frá Gilsfjarðarmúla. Veiðin er mest sjógengin bleikja, sem er bæði í ánni og vatninu, og eru veiðistaðirnir margir og góðir.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 205km um Hvalfjarðargöng. og u.þ.b. 55 km frá Búðardal

Myndasafn

Í grend

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhú ...
Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt ...
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )