Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Múlaá

urridi

Múlaá er í Geiradalshreppi, A.-Barðastrandasýsu. Hún er lítið fallvatn með efstu upptök í um 500 m. hæð. Koma þaðan tvær ár, sem heita Múlarangalaá og Garpadalsrangalaá. Falla þær niður í Garpsdalinn og koma saman í botni hans, en þar verður til Múlaá, sem rennur fljótlega gegnum Garpdalavatn, og þaðan í norðanverðan Gilsfjörð.

Umhverfi er gróið land og fagurt. Neðanlega liggur þjóðvegur yfir ána skammt frá Gilsfjarðarmúla. Veiðin er mest sjógengin bleikja, sem er bæði í ánni og vatninu, og eru veiðistaðirnir margir og góðir.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 205 km  og u.þ.b. 55 km frá Búðardal

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )