Möðruvellir í Hörgárdal eru höfðingjasetur og stórbýli frá fornu fari. Kirkjan þar var reist á árunum 1865-67 eftir að fyrri kirkja hafði brunnið til grunna. Hún var byggð í upphaflegri gerð og er vönduð og vegleg. Allir gripir gömlu kirkjunnar týndust í brunanum nema altaristaflan. Munkaklaustur var stofnað þar 1296. Mikið tjón varð árið 1316, þegar klaustrið brann vegna óaðgætni og svalls munkanna.
Eftir siðaskipti urðu Möðruvellir konungseign og margri amtmenn norður- og austuramtsins sátu þar. Jón Sveinsson, Nonni (1857-1944) og Hannes Hafstein (1861-1922) fæddust þar og ólust þar upp um tíma. Fyrsti gagnfræðaskóli landsins var stofnaður þar árið 1880. Hann var fluttur til Akureyrar 1902. Vegalengdin frá Reykjavík er 376 km .
Annað tveggja tilraunabúa í nautgriparækt hefur verið starfrækt að Möðruvöllum síðan 1974, þegar það var flutt frá Lundi og Rangárvöllum við Akureyri vegna þess, að byggðin var farin að þrengja að. Reyndar var búið flutt tímabundið að Galtalæk við Akureyri áður en það fékk varanlegan sess á Möðruvöllum.