Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Möðrufell

Möðrufell er bær í Hrafnagislhreppi í Eyjafirði. Ari Jónsson, sonur Jóns Arasonar biskups, bjó þar.  Hann   var lögmaður og fylgdi föður sínum að málum. Hann var handtekinn með honum að Sauðafelli í Dölum og lét lífið á höggstokknum í Skálholti 1550.

Einn fjögurra holdsveikraspítala landsins var að Möðrufelli. Nokkrar úrskornar fjalir úr fornum húsum, sem stóðu að Möðrufelli, eru varðveittar í Þjóðminjasafninu.

Ofan bæjar er gróf urð, sem hrundi úr Möðrufellsfjalli. Þar þreifst reynitré öldum saman, sem var talið helgitré og sögur og ljóð sköpuðust um. Á Skriðu og Akureyri eru elztu tré sömu gerðar afkomendur þessa trés.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri, ferðast og fræðast
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )