Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mjóidalur

bardardalur

Mjóidalur teygist suður frá Bárðardal, langur og mjór, alla leið suður að Kiðagilsdrögum vestanverðum. Vegalengdin frá Mýri í Bárðardal að Ytrimosum á Mjóadal er u.þ.b. 20 km. Dalurinn er sæmilega gróinn nyrzt en uppblásturinn hefur yfirhöndina sunnar og olli því, að byggð lagðist af árið 1894.
Þar var búið á samnefndum bæ og þar átti Stephan G. Stephansson skáld heima áður en hann hélt til  File:Stephan G. Stephansson.jpgVesturheims.
Mjóadalsá rennur til Skjálfandafljóts rétt sunnan Mýrar og var oft erfið yfirferðar áður en hún var brúuð 1977. Á leiðinni suður eða norður með Mjóadal leggja flestir lykkju á leið sína til að skoða Aldeyjarfoss og Kiðagil.

Myndasafn

Í grennd

Aldeyjarfoss
Aldeyjarfoss er meðal fegurstu fossa í Skjálfandafljóti. Hann er innrammaður í fagrar stuðlabergsmyndanir og þar er líka að finna marga skessukatla. H…
Arnarstapi, Vatnsskarði
Arnarstapi er hóll rétt við þjóðveginn í austanverðu Vatnsskarði. Þaðan er útsýni gott yfir mestan hluta Skagafjarðar og skammt er í Víðimýrarsel og V…
Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …
Kiðagil, Sprengisandur
KIÐAGIL Kiðagil er norðurmörk Sprengisands. Það er þröngt klettagil vestan Skjálfandafljóts, sem var frægur áningarstaður fólks, sem fór gömlu Spre…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )