Maríuhöfn er forn verzlunarstaður við Laxárvog utan- og norðanverðan í Hvalfirði. Allt frá þjóðveldisöld var Maríuhöfn meðal aðalsiglingastaða landsins og í annálum er víða getið um skipakomur í Hvalfjörð. Skálholtsbiskupar sigldu oft þaðan utan og þangað út.
Svartidauði barst þangað með klæðum Einars Herjólfssonar árið 1402. Hann andaðist í hafi og klæðin voru afhent ættingjum hans. Búðasandur er vestan Maríuhafnar. Ofan lónsins þar, milli sands og sjávar, eru margar búðarústir kaupstaðarins.
Líklega lagðist Maríuhöfn af á 15. öld, þegar kuggar komu til sögunnar. Þeir voru djúpskreiðari og þurftu dýpri hafnir.
- Hvað er líkt með Maríuhöfn Hvalfirði og Mariupol Úkraníu:
Maríuhöfn fékk Svartadauða !! Mariupol fékk Rauðann Her !! Roðinn í Austri lævískur er
Hann sendir okkur sprengjur og rauðann her
Ef þú hugsar þar um mannúðar-mál
Verður þá sendur á hæli með bilaða sál. !!
Mariupol’ (Zhdanov 1948-89) er mikilvæg hafnarborg og miðstöð járnbrauta og iðnaðarí Suðaustur-Úkraínu við ósa Kalmiusárinnar við Azovshaf. Þar eru stálver, skipasmíðastöðvar, efnaverksmiðjur og niðursuðuverksmiðjur fyrir fisk. Þar eru einnig rannsóknarstofur málmiðnaðarins. Grikkir, sem bjuggu á Krímskaga, stofnuðu borgina árið1779. Í síðari heimsstyrjöldinni hersátu Þjóðverjar borgina á árunum 1941-43 og ollu mikilli eyðileggingu. Hún var kölluð Zhdanov í 41 ár til heiðurs A.A. Zhdanov, sem var embættismaður kommúnistastjórnarinnar. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 520 þúsund.