Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lónsöræfi, Ferðast og Fræðast

Lónsöræfi

Öræfin eru austan Vatnajökuls og upp af Lóni bera þetta nafn. Þau ná frá Skyndidal í suðri að   Geldingafelli í norðri og Hofsjökli og Jökulgisltindi og Víðidalsdrögum í austri. Lónsöræfi eru mjög sundurskorin af giljum og gljúfrum, mikið er af ljósgrýti (ríólíti), þannig að landslagið er ákaflega litríkt. Líkt og víðar á Austfjörðum finnst þar mikið af holufyllingum og fallegum kristöllum. Víða er gróður talsverður, graslendi og blómskrúð. Oft sjást hreindýr á þessum slóðum. Jeppaleiðin liggur frá Þórisdal yfir Skyndidalsá að Eskifelli og síðan upp Kjarrdalsheiði (722m) og niður á Illakamb við Ölkeldugil.

Þar verður að grípa til postulanna og ganga yfir hengibrú á Jökulsá í Lóni. Lónsöræfi eru eitthvert fegursta og áhugaverðasta göngusvæði landsins og þar eru víða skálar til að gista í. Sumir ganga yfir Eyjabakka eða Eyjabakkajökul, ef kvíslar Jökulsár á Dal eru óvæðar, alla leið að Snæfelli, þar sem er skáli Ferðafélags Íslands. Á sumrin voru daglegar ferðir inn á Illakamb frá Höfn í Hornafirði.

Kollumúli (800-900m) er í Stafafellsfjöllum milli Víðidals og Jökulsár í Lóni. Hann er hlíðabrattur, flatur að ofan með smávötnum. Vestan hans eru Leiðartungur, þar sem var farið til Fljótsdalshéraðs, annaðhvort á Norðlingavaði eða í Kláfferju. Göngubrúin var byggð 1967. Eini leitarmannakofi landsins, sem var búinn ofni til hitunar árið 1930 var í Stóra -Hnausanesi. Flár eru austan í höfðanum. Þar eru grasbrekkur og skógarteigar. Þar uxu tvö reynitré og efst var grasatekja góð. Kollumúlaeldstöð er ein hinna fornu megineldstöðva Austurlands. Miðhluti hennar er í Víðibrekkuskerjum, austan Sauðhamarstinds. Þar lítur bergið út sem það sé sundursoðið.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 urðu Lónsöræfi ein miðstöðva þjóðgarðsvörslunnar.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!

Myndasafn

Í grennd

Gönguleið Snæfell – Lónsöræfi
Vegalengdir: Snæfell - Geithellnar um Geithellnadal = u.þ.b. 100 km; Snæfell - Þórisdalur um     Kjarrdalsheiði= u.þ.b. 80 km. Gönguleiðin frá Snæf…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Snæfell
Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, …
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )