Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790) vestan fjallsins og nýlegri merki sjást í austurhlíðunum (1998). Líkt og önnur standberg meðfram suðurströndinni, náði sjór upp að Lómagnúpi á ísöld.
Gnúpsins er getið í Njálssögu í tengslum við draum Flosa á Svínafelli, þegar hann sá jötuninn ganga út úr fjallinu.
Jötunninn í Lómabnúpi prýðir skjaldarmerki Íslands. Hann er einn fjögurra höfuðverndarvætta landsins og ver suðurströndina gegn illum öflum.Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði teikninguna af skjaldarmerkinu að undangenginni samkeppni, sem m.a. Jóhannes Sv. Kjarval tók þátt í.