Laxárvatn er á Laxárdalsheiði í Dölum.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.
Vatnið er um 180 km frá Reykjavík, eða um 30 km frá Búðardal. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá Norðurlandi eða Vestfjörðum. Rétt áður en komið er að Laxá í Dölum er beygt upp Laxárdalinn og ekið að bænum Sólheimum til að skrá sig. Til að komast að vatninu er best að fara inn á gamlan veg, sem liggur frá þjóðvaeginum og niður með Lægðarlæk, en þar er hægt að leggja bílum og ganga niður að vatni.
Upplýsingar um vatnið:
Laxá í Dölum á upptök sín í Laxárvatni. Vatnið er um 0,5 km2 að stærð og í um 150m hæð yfir sjávarmáli.
Veiðisvæðið:
Veiða má í öllu vatninu.
Gisting: Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við landeiganda, end þar er þó enga hreinlætisaðstöðu að finna..
Veiði: Góð veiði er í vatninu en þar er einungis urriði. Algeng stærð fiska er 1-3 pund.
Daglegur veiðitími: Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds. Skráning inn á svæðið þarf að vera milli 7:00 og 22:00
Tímabil: Veiðitímabilið hefst 1. maí og því lýkur 30. september.
Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðukur og spónn. Stranglega bannað er að leggja net.
Besti veiðitíminn: Góð veiði er allt sumarið.
Reglur:
Veiðimenn verða að skrá sig við komu á bænum Sólheimum áður en haldið er til veiða, en sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Einnig fá veiðimenn veiðiskýrslu, sem þarf að skila útfylltri við lok veiða. Aðeins er heimilt að koma til veiða milli 7:00 og 22:00. Öll umferð á mótorhjólum / fjórhjólum er bönnuð nema í samráði við veiðivörð. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa. Hundar eru bannaðir á svæðinu.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Daði Einarsson á Sólheimum.