Laxárstöð I er elsta stöðin í Laxá og nýtir efri hluta fallsins við Brúar. Frá stíflu efst í gljúfrunum er vatnið leitt fyrst í jarðgöngum og síðan í stokk að stöðvarhúsinu um 670 m leið. Í stöðinni eru tvær vélasamstæður og var sú fyrri tekin í notkun árið 1939 en hin síðari árið 1944.