Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxárstöð II

Laxárstöð II nýtir neðri hluta fallsins við Brúa. Áin er stífluð um 300 m neðan við stöðvarhús Laxár I og vatnið leitt þaðan um plaströr að jöfnunarturni og frá honum um stálpípu að stöðvarhúsi, samtals um 380 m leið. Í stöðinni er ein vélasamstæða sem tekin var í gagnið árið 1953. Ofan við stöðvarhúsið er þrýstijöfnunartankur sem jafnar þrýstingssveiflur við breytilegt álag á stöðinni og minnkar þannig álag á stokkinn. Rör úr botni hans liggur niður að hverfli stöðvarinnar.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Laxá í Aðaldal
Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fæk…
Laxárstöð I
Laxárstöð I er elsta stöðin í Laxá og nýtir efri hluta fallsins við Brúar. Frá stíflu efst í gljúfrunum er vatnið leitt fyrst í jarðgöngum og síðan í …
Laxárstöð III
Laxárstöð III er yngsta aflstöðin í Laxá. Hvelfing sem hýsir vélasamstæðu stöðvarinnar var upphaflega hönnuð fyrir tvær 25 MW vatnsvélar. Var þá miðað…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )