Var hugsanlega besta laxveiðiá í veröldinni, þegar hún er upp á sitt besta, en það er þegar hún er að gefa 1400 til 1800 laxa á 90 daga vertíð á tvær dagstangir. Síðustu sumur hafa ekki náð þeim fjölda, en þó hafa verið að koma 400 til 800 laxar á land og er það meðal bestu meðalveiði á stöng hér á landi. Laxá er fremur vatnslítil og viðkvæm, en mokveiðin stafar ekki bara af laxamergð, heldur einnig því að stangirnar í henni voru aðeins tvær og því ávallt margir hvíldir veiðistaðir.
Nú er veitt á 4 stangir !!!