Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langavatn Skagahreppi

Langavatn Refasveit

Langavatn í Skagahreppi í A-Húnavatnssýslu er stærsta stöðuvatnið á vestanverðum Skaga, norðan Skagastrandar og austan Hofs. Það er 3,5 km², grunnt og í 207 m hæð yfir sjó. Fjallabaksá rennur í suðurenda þess en frá því rennur Langavatnsá gegnum Skjaldbreiðavatn, þar sem veiðileyfi eru ekki seld almenningi. Neðst heitir áin Fossá og hún steypist fram af Króksbjargi í sjó fram. Bílfært er að vatninu, en ella verður að ganga 5 km. Mikið er af góðum fiski í vatninu, bæði urriði og bleikja, 1-3 pund.

Hægt er að aka að vestanverðu Langavats um vegaslóð frá Steinnýrarstöðum á 4×4 bílum

Vegalengdin frá Reykjavík er 324 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng) og 15 km frá Skagaströnd.

Myndasafn

Í grennd

Skagaströnd. Höfðakaupsstaður
Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga milli Spákonufells og Spákonufellshöfða, sem gengur í sjó fram. Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans. …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )