Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Konungshúsið

Þingvellir

Konungshúsið var byggt á mótum Efri- og Neðrivalla undir Hallinum í tilefni komu Friðriks VII árið  1907. Mikliskáli, sem var ætlaður dönsku þingmönnunum í fylgdarliði hans, stóð nokkru innar. Hann var rifinn nokkrum árum síðar. Konungshúsið var um tíma sumarbústaður forsætisráðherra.

Árið 1928 var það flutt vestur yfir Öxará vestab Valhallar. Það brann til kaldra kola 10. júlí 1970 og þar fórust Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, kona hans, og dóttursonur þeirra. Nú stendur þarna minningarsteinn, sem var reistur 1971.

 

Myndasafn

Í grennd

Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )