Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kolka

Kolka er samheiti á Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eftir að þær sameinast nokkuð fyrir ofan Kolkuós,
en þar var eitt sinn verslunarstaður. Báðar árnar koma að hluta til frá jöklum, en sjaldan eru þær þó það litaðar að bagi veiðum. Góðar sjóbleikjugöngur eru í báðar árnar og einnig nokkur von um lax. Veiðistaðir dreifast um vatnakerfið allt, inneftir Hjaltadal og upp að stíflu í Kolbeinsdalaánni. Leyfð er veiði á fjórar stengur í senn. Nota má allt leyfilegt agn. Mjög fallegt er við árnar víða.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Kolkuós
Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í K…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )