Kolugljúfur í Víðidal
Nokkru innar í Víðidal en Víðidalstunga eru 2 km löng og 20-25 m djúp gljúfur Viðidalsár. Þau eru víðast ógeng og laxinn kemst ekki ofar en að fossunum í þeim. Það er vel þess virði að leggja lykkju á leið sína til að skoða þessa fögru náttúrusmíð.
Gljúfrin voru nefnd eftir tröllkerlingunni Kolu, sem þjóðsagan segir að hafi búið þar og fleiri örnefni eru tengd henni á þessum slóðum. Bærinn Kolugil er skammt austan gljúfranna.