Gisting Kerlingarfjöllum
Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn sitt af 25 m háum og dökkum móbergsdrangi, sem stendur upp úr ljósgrýtisskriðum Kerlingartinds, en aðalsteintegundir fjallanna eru móberg og ljósgrýti (ríólít).
Ásgarður í Kerlingarfjöllum er tilvalinn gististaður með mikilli uppbyggingu sem meðal annars er fjallaskáli með 20 tveggja manna herbergum, þar sem boðið er uppá uppábúin rúm og hvert herbergi með sér baðherbergi með sturtu. Síðan eru þar einnig 10 smærri hús með 1 til 4 herbergum. Þau eru einnig leigð með uppá búnum rúmum. Einnig eru 3 stærri skálar sem boðin er gistipokapláss, en þar geta 8 eða 20 eða 28 gist í einu.
Veitingahúsið
Á veitingahúsinu er boðið uppá morgunverðar hlaðborð, hádegismat og kvöldverð. Lögð er áhersla á þjóðlega rétti og íslenskt hráefni. Þar geta þyrstir sótt sér bæði óáfenga sem og áfenga drykki á sanngjörnu verði.
Tjaldstæði
Í Kerlingarfjöllum er stórt og vel búið tjaldstæði á bökkum Ásgarðsár. Tjaldgestir hafa aðgang í eldhúsaðstöðu á svæðinu.