Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Keldunes Tjaldsæði

Keldunes er bæjahverfi í Kelduhverfi, alls sex samtýnis bæir. Þar í nágrenninu eru Keldunesbrunnar, stór bullaugu við hraunbrúnina. Þarna var þingstaður sveitarinnar og fæðingarstaður Skúla Magnússonar (1711-94), fyrsta íslenzka landfógetans. Hann var frumkvöðull og stofnandi Innréttinganna í Reykjavík, fyrstu tilraunar til eflingar fullvinnslu ullar hérlendis, og baráttumaður fyrir verzlunarréttindum landsmanna og réttarkröfum á sviði verzlunar þeirra gegn dönsku einokuninni og dönskum stjórnvöldum. Hann átti í stöðugum deilum og málaferlum ævilangt, var traustur og raungóður vinur vina sinna. Hann var penni góður og skildi eftir sig fjölbreyttar ritsmíðar.

Tjald stæðið á Keldunesi

Myndasafn

Í grennd

Kelduhverfi
Kelduhverfi liggur á milli Tjörness og Öxafjarðarhrepps. Hinn byggði hluti þess er á svæðinu milli hrauns  og hafs og þar eru mörg náttúruundur, sem e…
Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )