Keldunes er bæjahverfi í Kelduhverfi, alls sex samtýnis bæir. Þar í nágrenninu eru Keldunesbrunnar, stór bullaugu við hraunbrúnina. Þarna var þingstaður sveitarinnar og fæðingarstaður Skúla Magnússonar (1711-94), fyrsta íslenzka landfógetans. Hann var frumkvöðull og stofnandi Innréttinganna í Reykjavík, fyrstu tilraunar til eflingar fullvinnslu ullar hérlendis, og baráttumaður fyrir verzlunarréttindum landsmanna og réttarkröfum á sviði verzlunar þeirra gegn dönsku einokuninni og dönskum stjórnvöldum. Hann átti í stöðugum deilum og málaferlum ævilangt, var traustur og raungóður vinur vina sinna. Hann var penni góður og skildi eftir sig fjölbreyttar ritsmíðar.
Tjald stæðið á Keldunesi