Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kaldárhöfði

Kaldárhöfði er bær gegnt Dráttarhlíð austan við Sogið. Þar var einn bezti veiðistaður árinnar áður en   Steingrímsstöð var byggð.

Árið 1946 fannst eitt verðmætasta kuml úr heiðni (10. öld) hérlendis á hólmanum Torfnesi rétt hjá þessum veiðistað. Þarna voru grafin fullorðinn maður og barn í litlum báti. Meðal muna, sem voru lagðir í hauginn með þeim, var alvæpni og silungadorg. Þessi fundur er oftast kenndur við Úlfljótsvatn, þótt hólmurinn sé í landi Kaldárhöfða.

Skammt frá bænum er tótt vöruhúss Skálholtsstaðar við ferjustaðinn yfir Sogið. Ein þjóðsaga Jóns Árnasonar segir frá gíg ofarlega í Soginu, þaðan sem bitmýið við ána sé upprunnið.

Myndasafn

Í grennd

Sogið
Ein af frægustu laxveiðiám landsins og vatnsmesta bergvatnsáin. Sogið má þó muna sinn fífil fegri og hér   áður var hún mun meiri veiðiá en gengur og …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatn er efsti hluti Sogsins á milli Írafoss- og Steingrímsstöðvar. Veiðileyfin gilda fyrir landi Efri-Brúar. Það miðast við Hamarsland sunnan …
Þingvallavatn
Þingvallavatn er stærst stöðuvatn á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi 4.dýpsta vatn landsins. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjáv…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )