Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sogið

Veiði á Íslandi

Ein af frægustu laxveiðiám landsins og vatnsmesta bergvatnsáin. Sogið má þó muna sinn fífil fegri og hér   áður var hún mun meiri veiðiá en gengur og gerist í dag. Sogið heldur þó vissum sess, og þar eru þrátt fyrir allt að veiðast 200 til 300 laxar á sumri.

Áin er seld í bútum og eru þekktustu veiðisvæðin kennd við Alviðru, Bíldsfell, Ásgarð og Syðri brú, en Þrastalundur og Torfastaðir skila yfirleitt nokkrum löxum í púkkið. Þá er áin afburðagóð bleikjuveiðiá og eru Bíldsfell og Ásgarður bestu svæðin, auk Torfastaða. SVFR er með flest svæða Sogsins á leigu.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )