Jökulfall er líka kallað Jökulkvísl. Upptök þess eru nokkrar kvíslar úr Hofsjökli og vestust er Blákvísl í Blágnípuveri, sem fellur í Jökulfallið hjá Gýgjarfossi. Innri-og Fremri-Árskarðsár falla í það. Vatnasviðið er u.þ.b. 380 km² og meðalrennslið 25-30 m³/sek austan Tangavers.
Áin er brúuð á leiðinni til Kerlingarfjalla og undir brúnni er fossinn Hvinur. Jökulfallið sameinast Hvítá skammt neðan Hvítárvatns.