Við boranir á Austurlandi kom í ljós, að gangberg er u.þ.b. 50% bergs á 3 km dýpi. Á Austurlandi eru a.m.k. 14 megineldstöðvar. Líklega eru Austfirðir elzti hluti landsins. Elzta berg á yfirborði við Gerpi er u.þ.b. 16 milljóna ára.
Mesta jökulrof ísaldar var 2 – 3 km. Það olli því, að innskot, kvikuhólf og kvikuþrær urðu að yfirborði landsins, þegar ísaldarjökullinn hvarf. Jarðskorpan er sveigjanleg og rís við minnkun fargsins. Líklega grynnist innsiglingin í höfninni á Höfn í Hornafirði stöðugt vegna þess, að Vatnajökull er að minnka.
Jarðfræðilega athyglisverðir staðir á Austurlandi eru m.a.
Teigarhorn, Eystra Horn, Vestra Horn, Borgarfjörður eystri, Loðmundarfjörður, Breiðdalur.