Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Illugastaðir á Vatnsnesi

Illugastaðir

Hlunnindajörðin Illugastaðir á vestanverðu Vatnsnesi í V.-Húnavatnssýslu á sér þekkta sögu. Natan   Ketilsson (1795-1828) bjó þar síðustu æviár sín. Þar var hann myrtur ásamt Pétri Jónssyni, sakamanni 13. marz 1828. Natan var bragðarefur og kvensamur, hagyrðingur góður og lækningakukl hans bar nokkurn árangur, þótt hann væri ólærður á því sviði. Hann var handlaginn og rústir smiðju hans sjást enn þá.

Óvinir hans ákváðu að myrða hann og þar voru fremst í flokki Friðrik Sigurðsson (1810-1830) og Agnes Magnúsdóttir (1795-1830). Þegar látið var til skarar skríða, rotaði Friðrik þá báða með sleggju í rúmum sínum og þar var Natan líka stunginn mörgum stungum. Öllu fémætu var rænt úr bænum og lýsi hellt yfir líkin og kveikt í bænum. Líkin brunnu lítið, þannig að áverkarnir sáust glögglega.

Morðingjarnir voru dæmdir til að hálshöggvast og dauðadóminum, hinum síðasta á Íslandi, var framfylgt við svokallaða Þrístapa í Vatnsdalshólum. Bróðir Natans, Guðmundur Ketilsson, hjó Friðrik og Agnesi og settist síðan að á Illugastöðum, þar sem ættgarður hans hefur setið síðan. Mikið hefur verið skrifað um þetta morðmál og kvikmyndin Agnes var gerð um það.

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Vatnsdalur
Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur. Ingimundur gamli nam þar land. Skógarlundur í dalnum er helgaður dóttur hans, Þórdísi, fyrsta innfædda Húnve…
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )