Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvammur í Dölum

Hvammur er prestssetur og kirkjustaður í Hvammssveit í Dölum með útkirkjur á Staðarhóli, Skarði,  Staðarfelli og í Dagverðarnesi. Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar guði og Maríu mey, Jóhannesi skírara, postulunum Jóhannesi skírara og Pétri, Ólafi Noregskonungi, Þorláki biskupi, Maríu Magdalenu og öllum helgum mönnum. Kirkjan, sem nú stendur, var vígð árið 1884. Hún er úr timbri og miklar endurbætur voru gerðar á henni á síðari hluta 20. aldar.

Auður djúpúðga Ketilsdóttir bjó þar í landnámi sínu og þar var höfðingjasetur fyrrum. Meðal höfðingja, sem sátu þar, var Þórður gellir (10. öld), einhver mesti höfðingi Vesturlands á sínum dögum og átti þátt í stofnun fjórðungsþinga. Hvamms-Sturla Þórðarson (1115-1183), ættfaðir Sturlunga og faðir Snorra (1171-1240), bjó þar. Sturla var harður í horn að taka og slunginn og átti í útistöðum við menn. Sturlungasaga segir sérstaklega frá honum.

Hvammur var eitt mesta höfðingjasetur í Dalasýslu til forna. Ættfaðir Sturlunga, Hvamms-Sturla Þórðarson bjó í Hvammi. Hann var afkomandi Auðar djúpúðgu og þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri.

Hvammur er í Skeggjadal, sem er mjög skjólsæll. Sagt er, að sonur Þórðar gellis, Skeggi, hafi búið að Hvammi. Hvammur, Skerðingsstaður og Hofakur eru byggð ból í dalnum. Þar er líka allstór skógræktargirðing Dalamanna (u.þ.b. 55 ha). Ritari Hvammsannáls, sr. Þórður Þórðarson (1684-1739), var prestur í Hvammi frá 1721 til æviloka.

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Dalasýsla hálfkirkjur og bænahús
Snóksdalssókn Hálfkirkja var fyrrum á Dunki í Hörðudal. Hún var í bóndaeign. Herra Gísli Jónsson, biskup í Skálholti (1558-87) skipaði hálfkirkju að …
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )