Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvallátur – Útivíkur

Norðan Látrabjargs eru þrjár breiðar víkur með hvítum sandi og grænum bölum og athyglisverðri sögu,   Látravík, Breiðavík og Kollsvík. Hin síðastnefnda er nyrzt og einangruðust en þar eru engu að síður merki um útræði á fyrri tíð. Breiðavík er í miðjunni og í leið þeirra, sem aka út á Látrabjarg. Þar er rekinn gististaður, sem var áður uppeldisheimili fyrir unglinga, og þar er kirkja. Látravík er syðst og þar er Hvallátur. Þessi byggð er hin vestasta í Evrópu og húsin, sem þar standa, eru notuð til sumardvalar. Fyrrum sótti fólkið lífsbjörgina á vertíðir og sigið var í Látrabjarg eftir fuglum og eggjum. Rústir verbúða eru enn þá greinilegar. Margir ferðamenn skoða gjarnan verstöðina að Brunnum, þar sem er gamalt fjárhús með helluþaki og Gvendarbrunnur. Þarna eru einnig fornar dysjar spænskra ræningja og sæfara og aflraunasteinninn Brynjólfur (350 kg). Hann heitir eftir manninum, sem bar hann upp úr flæðarmálinu. Annar merkilegur steinn er kallaður Júdas, því hann sveik stöðugt í veggjahleðalum.

Margar sögur eru til af álfum, skessum, ýmsum ófreskjum og draugum í Útvíkum. Þar sáust álfaskip fyrir landi og menn slógust við ófreskjur og drauga. Meðal frægra drauga á þessum slóðum voru Pilli, Dalli, rassbeltingur og skipstjórinn í ganginum.

Gönguleiðir liggja vítt og breitt um svæðið, s.s. um Látrabjarg, til keflavíkur, Rauðasands og Örlygshafnar. Frá Breiðuvík liggja leiðir til norðurs að gömlum verstöðvum (Hvallátur er ein þeirra) og til veiðivatna á svæðinu.

Þegar brezki togarinn Dhoon strandaði undir Geldingarskorardal í Látrabjargi í stórviðri 12. desember 1947, var björgun stjórnað frá Hvallátrum. Tólf mönnum var bjargað en fjórir drukknuðu. Óskar Gíslason kvikmyndaði björgunaraðgerðir við strand brezka togarans Sargoons undir Hafnarmúla í Patreksfirði 1948 og notaði myndskeið úr þeim háska til gerðar kvikmyndarinnar „Björgunarafrekið við Látrabjarg“.

Vorið 1922 fóru tveir menn úr Breiðuvík í dagróður suður fyrir Bjargtanga. Þegar kvöldaði, varð Látraröstin ófær vegna hvassrar norðanáttar og þeir snéru árabátnum austur með bjarginu, þar sem þeir voru í vari yfir nóttina. Daginn eftir bætti í norðanáttina, þannig að þeir héldu í Barðsvog til að bíða hjálpar. Daginn áður sáu þeir sigmenn í bjarginu og vonuðu, að þeir hefðu tekið eftir bátnum. Þegar mannanna var saknað í Breiðuvík var fólkinu á Látrum gert viðvart og sjómennirnir fundust. Tveir vanir sigmenn sigu niður á Barðið og björguðu þeim.

Myndasafn

Í grennd

Breiðuvik og Kirkja.Vestfirðir
Bær og kirkjustaður við samnefnda vík í Rauðasandshreppi, norðvestan á skaganum sunnan  . Bænhús  var þar framan af öldum, en 1824 var sett þar sóknar…
Breiðuvíkurkirkja, Vestfirðir
Kirkjan er í Patreksfjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastdæmi. Breiðavík er bær og kirkjustaður við  vík í Rauðasandshreppi. Þar var bænhús framan…
Látrabjarg
Látrabjarg vestasti hluti Íslands Látrabjarg er 14 km langt og þverhnípt bjarg frá austri til vesturs við norðanverðan Breiðafjörð. Þar er vestasti t…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )