Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húnavatn

Veiði á Íslandi

Húnavatn er í Torfalækjar- og Sveinstaðahreppum í A.-Húnavatnssýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli.  kemur í það að sunnan, en útfallið er úr norðurendanum til sjávar um Húnaós. Skammt frá ósnum kemur Laxá í Ásum í vatnið. Mikill fiskur er í vatninu og gengur um það. Mest er af sjóbleikju, 1-2 pund, og nokkuð er af sjóbirtingi, sem getur orðið allvænn.

Lax gengur um vatnið til laxánna, sem í það renna, en lítur sjaldan við beitu í vatninu. Eitthvað er af staðbundnum uppalningi í vatninu. Bílfært er að vatninu og veiðihúsið Steinkot er við Vatnsdalsflóðið til afnota fyrir veiðimenn.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 290 km og 12 km frá Blönduósi.

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )