Húnavatn er í Torfalækjar- og Sveinstaðahreppum í A.-Húnavatnssýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. kemur í það að sunnan, en útfallið er úr norðurendanum til sjávar um Húnaós. Skammt frá ósnum kemur Laxá í Ásum í vatnið. Mikill fiskur er í vatninu og gengur um það. Mest er af sjóbleikju, 1-2 pund, og nokkuð er af sjóbirtingi, sem getur orðið allvænn.
Lax gengur um vatnið til laxánna, sem í það renna, en lítur sjaldan við beitu í vatninu. Eitthvað er af staðbundnum uppalningi í vatninu. Bílfært er að vatninu og veiðihúsið Steinkot er við Vatnsdalsflóðið til afnota fyrir veiðimenn.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 290 km og 12 km frá Blönduósi.