Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunsvatn á Skaga

Þetta er mikill vatnaklasi yzt á norðaustanverðum Skaga í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Hraunsvatn er 0,5 km² og í 43 m hæð yfir sjó. Kollusátursvatn er 0,6 km² í 23 m hæð yfir sjó. Efranesvatn er 0,3 km² í 37 m yfir sjó. Hörtnárvatn er 0,42 km² í 14 m yfir sjó. Torfavatn er 0,18 km² í 1-2 m yfir sjó.

Öll vötnin eru fremur grunn og eru miklu fleiri en hér eru talin.. Þau eru um margt lík hverju öðru og gjarnan rennsli á milli þeirra. Þar kemur Nesá mest við sögu og á þremur stöðum rennur frá vötnunum til sjávar. Gott vegasamband er til flestra vatnanna, því að þjóðvegurinn liggur í nánd margra þeirra. Mikið er af bleikju og urriða í vötnunum. Þetta er talinn góður fiskur.

Vegalengdin frá Reykjavík er 350 km um Sauðárkrók og 50 km frá Sauðárkróki.

Myndasafn

Í grennd

Hraun á Skaga
Hraun er bær á Skagatá á Skaga, nyrstur bæja þar. Bærinn stendur við svokallaða Hraunsvík og upp af honum, í Skagaheiði, er Hraunsvatn og önnur vötn, …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )