Hraunsfjörður á Snæfellsnesi
Hraunsfjörður er fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi, sem gengur inn úr Kolgrafafirði. Hann er langur en þröngur. Berserkjahraun liggur að Hraunsfirði og hefur runnið út í hann þannig að það þrengir mjög að honum
Staðsetning:
Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.
Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.
Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km. við skilti er vísar á veiðisvæðið.