Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunsfjörður

Hraunsfjörður

Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

Hraunsfjörður er fjörður á norðanverðu Snæfellsnesi, sem gengur inn úr Kolgrafafirði. Hann er langur en þröngur. Berserkjahraun liggur að Hraunsfirði og hefur runnið út í hann þannig að það þrengir mjög að honum

Staðsetning:
Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.
Hraunfjörður Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km. við skilti er vísar á veiðisvæðið.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Berserkjahraun
Berserkjahraun þekur vestasta hluta Helgafellssveitar milli fjalls og fjöru. Það rann til sjávar suðvestan  og suðaustan Bjarnarhafnarfjalls, út í Hra…
Grundarfjörður, Ferðast og Fræðast
Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Sa…
Stykkishólmur, Ferðast og Fræðast
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…
Veiði Vesturland er Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalasýsla
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum Andakílsá…
Veiðikortið
Veiðikortið 2026 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða um allt land. Kortið kostar aðeins 9.900 krónur og fylgir glæsileg handbók hverju…
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )