Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunhafnarvatn

Aedarvatn

Hraunhafnarvatn er í Presthólahreppi á Melrakkasléttu. Það er 3,4 km², dýpst 3 m og í 2 m hæð yfir sjó.  Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins og frárennslið er um lágt eiði, sem kallast Hestamöl. Þjóðvegur nr. 85 liggur með norðanverðu vatninu.

Mikill fiskur er í vatninu, ½ punds bleikja og 1-4 punda urriði. Bleikjan er um allt vatn, en urriðann er helzt að finna syðst við ósa Hraunhafnarár. Þangað verður að fara á postulunum.

Netaveiði er stunduð í vatninu til að reyna að halda stofninum í jafnvægi.
Veiðikortið:
Heimilt er að veiða frá 1. maí og fram til 30. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Halldór Þórólfsson S: 863-8468.

Vegalengdin er 10 km frá Raufarhöfn.

Myndasafn

Í grennd

Raufarhöfn
Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu og hefur verið löggiltur verzlunarstaður frá 1836. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífs…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )