Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hörgá

horgsa

Hörgá er í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu og talin dragá, með litlum jökullit suma árstíma, og er allmikið  . Margar minni ár og lækir sameinast Hörgá á leið sinni til sjávar, þar á meðal Öxnadalsá. Hefur hún efstu upptök sín í hálendinu sunnan Bakkasels.

Frá upptökum til sjávar eru sem næst 50 km. Umhverfi Hörgsár er fagurt og gott að komast að ánni. Veiðin er mest sjóbleikja af ágætri stærð. Þar er leinnig reytingur af staðbundnum urriða og einn og einn lax. Þarna eru sjö veiðisvæði og tvær stangir á hverju.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 370 km og u.þ.b. 12 km frá Akureyri.

 

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )