Hörgá er í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu og talin dragá, með litlum jökullit suma árstíma, og er allmikið . Margar minni ár og lækir sameinast Hörgá á leið sinni til sjávar, þar á meðal Öxnadalsá. Hefur hún efstu upptök sín í hálendinu sunnan Bakkasels.
Frá upptökum til sjávar eru sem næst 50 km. Umhverfi Hörgsár er fagurt og gott að komast að ánni. Veiðin er mest sjóbleikja af ágætri stærð. Þar er leinnig reytingur af staðbundnum urriða og einn og einn lax. Þarna eru sjö veiðisvæði og tvær stangir á hverju.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 370 km og u.þ.b. 12 km frá Akureyri.