Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hólmatindur

Hólmatindur (985m) er milli  og Reyðarfjarðar. Hann er eitthvert tignarlegasta fjallið við þessa firði.  Hólmaháls teygir sig niður á Hólmanes, sem var friðlýst sem fólkvangur og að hluta sem friðland árið 1973.

Klettaborgirn tvær, Hólmaborgir, eru þar og á Langhömrum er völvuleiði. Sagan segir, að völvan hafi lagt svo á, að Reyðarfjörður yrði ekki fyrir árásum ræningja á meðan bein hennar væru ófúin.

Tyrkir hröktust undan óveðri, þegar þeir reyndu að sigla inn fjörðinn snemma á 17. öld og þýzk flugvél fórst í fjalli í firðinum síðar. Englendingar urðu ekki fyrir skakkaföllum af völdum völvunnar, því að þeir voru „menn friðarins“. Skriðuföll eru algeng úr Hólmatindi.

Myndasafn

Í grennd

Eskifjörður
Eskifjörður varð löggiltur verzlunarstaður árið 1786 og hefur verið það samfleytt frá 1798, þegar danska fyrirtækið Örum & Wulff hófu verzlun hérl…
Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )