Hólmatindur (985m) er milli og Reyðarfjarðar. Hann er eitthvert tignarlegasta fjallið við þessa firði. Hólmaháls teygir sig niður á Hólmanes, sem var friðlýst sem fólkvangur og að hluta sem friðland árið 1973.
Klettaborgirn tvær, Hólmaborgir, eru þar og á Langhömrum er völvuleiði. Sagan segir, að völvan hafi lagt svo á, að Reyðarfjörður yrði ekki fyrir árásum ræningja á meðan bein hennar væru ófúin.
Tyrkir hröktust undan óveðri, þegar þeir reyndu að sigla inn fjörðinn snemma á 17. öld og þýzk flugvél fórst í fjalli í firðinum síðar. Englendingar urðu ekki fyrir skakkaföllum af völdum völvunnar, því að þeir voru „menn friðarins“. Skriðuföll eru algeng úr Hólmatindi.