Hólaskógur er skóglaust svæði á sunnanverðum Gnúpverjaafrétti á svokölluðu Hafi milli virkjananna í Búrfelli og Sultartanga. Þangað liggur slóði frá aðalveginum og áfram um línuveg ofan Háafoss, alla leið að Tungufelli í Hrunamannahreppi. Einnig er hægt að komast í Hólaskóg um Þjórsárdal, ef ekið er upp með Gjánni (grófur vegur). Þarna er gangnamannahús, sem er nútímaleg og vinsæl gistiaðstaða.